Birna Berg: "Draumurinn að spila í Krikanum fyrir trofullri stúku"

Birna Berg: "Draumurinn að spila í Krikanum fyrir trofullri stúku"

Birnu Berg þarf ekki að kynna fyrir FH-ingum. Hún hefur á undanförnum árum verið einn af efnilegri leikmönnum yngriflokka FH í handbolta og fótbolta. Þrátt fyrir að vera aðeins á 17 ári hefur hún verið markmaður mfl. undanfarin ár og leikið fjölda landsleikja með u16, u17 og u19 ára landsliðum Íslands. Myndin hér að ofan var einmitt tekin þegar Birna ásamt Kristínu Guðmundsdóttur léku sína fyrstu leiki með U16 gegn úrvalsliði frá Noregi.

Sunnudaginn næstkomandi kl. 14:00 fer fram leikur FH og Hauka í Krikanum. Leikurinn er síðasti leikur liðsins í Pepsi-deildinn en jafnfram einn sá mikilvægasti í botnbaráttunni. Með sigri á FH möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Birna sat fyrir svörum varðandi leikinn og fleira.

Sæl Birna og hvernig hefur þú það?
Ble, Davíð ég hef það bara ósköp fínt eins og alltaf. Nema er eitthvað aum í litlu tánni á vinstri fæti eftir að ég sparkaði í hurð þegar ég var að æfa dansatriði í Búlgaríu.

Nú eru þú og Sigrún Ella nýkomnar frá Búlgaríu þar sem þið spiluðuð með U19 ára landsliði Íslands í undankeppni EM2011. Hvernig var sú ferð?
Ferðin til Búlgaríu var mjög skemmtileg og ekki eyðilagði það fjörið að við unnum alla leikina örugglega og hefðum getað skorað miklu fleiri mörk í öllum leikjunum. En liðið stóð sig allt mjög vel og markmiðið okkar er klárlega að komast í lokakeppnina sem að þessu sinni er haldin á Ítalíu í sumar.

Og þú hélst hreinu. Þér hefur ekki leiðst það?
Nei það verður nú seint leiðinlegt að halda hreinu. En ég var mjög ánægð með frammistöðu mína í þessari ferð og fer auðvitað alltaf í alla leiki með því hugarfari að halda hreinu.

Snúum okkur að FH. Nú hefur orðið mikil bragarbót á leik liðsins í síðari umferðinni. Hvað veldur þessum jákvæðu breytingum?
Ég held að sjálfstraustið hjá hverjum og einum hafi aukist mjög mikið eftir því sem leið á sumarið og liðið allt hefur bætt spilamennskuna og aðalástæða þess er örugglega fjöldi fyrirlestra sem við höfum fengið frá mismunandi fólki. Við fengum frábæran fyrirlestur um hugarfar sem án efa hjálpaði okkur mikið fyrir leikinn gegn Fylki (0-0)sem og öðrum leikjum . 

Nú er síðasti og jafnframt mikilvægasti leikur ársins framundan –  FH-Haukar í Krikanum. Hvernig lýst þér á þann leik.
Mér lýst rosalega vel á þennan leik, það er varla hægt að biðja um betri lokaleik. Haukaliðið hefur engu að tapa í þessum leik og ef ég þekki þessar stelpur rétt þá munu þær selja sig dýrt. En auðvitað er mikil spenna og við verðum að hafa spennustigið í lagi svo myndi ekki skemma ef að fólk myndi fjölmenna á völlinn en draumurinn er einmitt að spila á Kaplakrikavelli með troðfulla stúku.

Hvað þarf FH að gera til að ná góðum úrslitum á sunnudaginn?
FH þarf fyrst og fremst að skora fleiri mörk en Haukar! Til að það geti gerst þurfum við að undirbúa okkur vel fyrir leikinn og spila okkar bolta sem hefur skilað nokkrum stigum í seinustu leikjum. Við þurfum líka að hafa trú á verkefninu og sýna fólkinu að við eigum skilið

Aðrar fréttir