Bjarki Már Elísson til FH

Bjarki Már Elísson til FH

Bjarki Már Elísson til FH

Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson er genginn til liðs við FH. Bjarki sem er fæddur 1990 hefur verið einn albesti leikmaður N1 deildar karla undanfarin ár og varð meðal annars markakóngurdeildarinnar í vetur. 
Bjarki hefur á sínum ferli leikið með Fram þar sem hann er uppalinn auk þess að hafa leikið með Selfoss og HK.  Bjarki varð einmitt Íslandsmeistari með HK í 2012 þegar liðið lagði einmitt FH að velli í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Bjarki Már hefur verið viðloðandi Íslenska landsliðið síðustu misseri og er framtíðarmaður í liðinu. Bjarki hafði hug á því að leika erlendis næsta vetur en aðstæður hafa hagað því þannig að hann hefur ákveðið að spila í að minnsta kosti eitt ár á Íslandi í viðbót að öllu óbreyttu en Bjarki stefnir í atvinnumennskuna þegar rétta tækifærið býðst og eru báðir aðilar meðvitaðir um það markmið. Síðustu árin hafa margir leikmenn FH gengið til liðs við hin ýmsu stórlið í Evrópu og er það markmið FH að aðstoða Bjarka að komast á góðann stað þegar rétta tækifærið gefst. Bjarki mun nú ganga inn í öflugt handknattleiks umhverfi hjá FH og er hann tilbúin að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum.

Bjarki Már Elísson:

„FH er klúbbur með mikla handboltahefð. Félagið vill berjast um alla titla og er umgjörðin eins og best verður á kosið á Íslandi. Ég tel mig geta hjálpað liðinu að berjast um titla og í leiðinni bætt mig sem leikmaður. Liðið verður öflugt næsta vetur og hef ég mikla trú á þjálfara liðsins. Á sama tíma og ég kveð HK með söknuði er ég spenntur fyrir næsta vetri með liðinu. Ég stefni á að komast í atvinnumennsku og held ég að FH geti hjálpað mér að ná því markmiði“.

Nánari upplýsingar veitir Einar Andri Einarsson s. 8623451

Aðrar fréttir