Bjarni í úrvalslið umferða 15-21

Bjarni í úrvalslið umferða 15-21

Í dag voru tilkynnt úrvalslið síðustu sjö umferða N1-deilda karla og
kvenna og var Bjarni Fritzson hin knáa hægri skytta/hornamaður valinn í
karlaliðið. Leikmenn kvennaliðsins náði ekki vali að þessu sinni. Liðið var annars skipað eftirtöldum leikmönnum.

Úrvalslið N1-deildar karla fyrir umferðir 15-21:

Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum.
Línumaður: Einar Ingi Hrafnsson, HK.
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum.
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum.
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val.
Hægri skytta: Bjarni Fritzson, FH.
Miðjumaður: Valdimar Fannar Þórsson, HK.

FHingar hafa fengið ófáar viðurkenningarnar í vetur en auk vals Bjarna í úrvalsliðið í lokaumferðunum var Elvar Erlingsson þjálfari karlaliðs FH valinn besti þjálfari umferða 1-7 og Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaður og besti miðjumaður sömu umferða. Í kvennaflokki var Hildur Þorgeirsdóttir valin besta hægri skyttan í umferðum 1-7 og Ragnhildur Guðmundsdóttir var síðan valin besti miðjumaður umferða 8-14. Síðast en ekki síst var FH valið félagið með bestu umgjörð í umferðum 8-14 í karlaflokki.
Sannarlega vel að verki staðið hjá okkar fólki í vetur.

Áfram FH

Aðrar fréttir