Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifar undir tveggja ára samning við FH

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifar undir tveggja ára samning við FH

Bjarni Ófeigur er öflugur sóknarmaður og sterkur varnarmaður sem leikið hefur með Val undanfarin ár en var á láni hjá Gróttu síðastliðið tímabil.

“Það er ánægjulegt þegar ungir og efnilegir leikmenn velja FH fram yfir aðra kosti sem þeir hafa.” segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar eftir undirskrift dagsins.  “Bjarni Ófeigur mun fá stórt hlutverk hjá okkur næstu árin, við höfum mikla trú á drengnum og það verður virkilega spennandi að sjá hann í FH treyjunni næstu árin”

Á meðfylgjandi mynd handsala Bjarni Ófeigur og Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar samninginn.

Velkominn í FH Bjarni Ófeigur.

Aðrar fréttir