Björgvin Víkingsson setti glæsilegt Íslandsmet í 400 m grindahlaupi

Björgvin Víkingsson setti glæsilegt Íslandsmet í 400 m grindahlaupi

Björgvin varð 25 ára í síðasta mánuði og hann var því nýfæddur þegar Þorvaldur Þórsson bætti Íslandsmetið í St. Barbara árið 1983.  Það má segja að Björgvin hafi unnið markviss að þessum árangri síðustu 15 árin, en hann hóf að iðka frjálsar hjá frjálsíþróttadeild FH um 10 ára aldur og hefur hann ekki slegið slöku við síðan.  Þjálfari hans er Ragnheiður Ólafsdóttir, Íslandsmethafi í 800, 1500 og 3000m hlaupi.

Frjálsíþróttasamband Íslands og FH óska Björgvini til hamingju með þetta glæsilega Íslandsmet.

Þetta er fimmta Íslandsmetið sem bætt hefur verið í karlaflokki það sem af er þessu ári utanhúss, en Bergur Ingi Pétursson hefur sett tvö met í sleggjukasti og Kári Steinn Karlsson Breiðabliki bætti metin í 5000 og 10.000m hlaupum á dögunum, það er því óhætt að segja að það vori vel í frjálsíþróttum á Íslandi þetta árið.
fengið af fri.is.

Aðrar fréttir