Björn Daníel í Noregi

Björn Daníel í Noregi

Björn Daníel Sverrisson, hinn ungi og þræl efnilegi miðjumaður okkar
FH-inga er nú í Noregi þar sem norska úrvalsdeildarliðið Viking fylgist með
kauða við æfingar.

Það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að stór lið hafi áhuga á þessum öfluga leikmanni. Björn Daníel átti góða innkomu í FH liðið aðeins 18 ára gamall.

Á dögunum var Davíð Þór Viðarsson, besti leikmaður Íslandsmótsins einnig undir smásjánni hjá Viking en frændur okkar Norðmenn buðu honum ekki samning að svo stöddu.

Aðrar fréttir