Björn Daníel kominn heim í Kaplakrika!

Björn Daní­el Sverris­son er geng­inn í raðir FH á nýj­an leik og skrifaði und­ir fjög­urra ára samn­ing við FH.

Björn Daní­el, sem er 28 ára gam­all, er upp­al­inn í FH. Hann lék sína fyrstu meist­ara­flokks­leiki með liðinu árið 2008 og lék sex leiktíðir með því áður en hann hélt út í at­vinnu­mennsku. Hann vann þrjá Íslands­meist­ara­titla með FH-ing­um og var val­inn leikmaður árs­ins af leik­mönn­um árið 2013. Björn hef­ur spilað 108 leiki með FH í efstu deild og hef­ur skorað í þeim 32 mörk og þá á hann að baki 8 A-lands­leiki.

Björn Daní­el yf­ir­gaf FH eft­ir tíma­bilið 2013 og samdi við norska liðið Vik­ing. Hann var í her­búðum Vik­ing frá 2014-16 en fór þaðan til danska liðsins AGF. Í fyrra var hann í láni hjá danska B-deild­arliðinu Vejle en sneri aft­ur til AGF á þess­ari leiktíð.

Við bjóðum Bjössa velkominn heim í Kaplakrika!

Aðrar fréttir