Björn Margeirsson setti met, það annað á einni viku.

Björn Margeirsson setti met, það annað á einni viku.

Björn Margeirsson
FH bætti í gærkvöldi Íslandsmetið í 1000m hlaupi á alþjóðlegu móti í
Stokkhólmi, þegar hann hljóp á 2:24.52 mín. Björn varð í fimmta sæti á
eftir tveimur Keníumönnum, Breta og Rússa.

Gamla metið var skráð á
Sigurbjörn Árna Arngrímsson HSK, 2:29,12 mín frá árinu 2000, en einnig
er skráður árangur í metaskránni á Guðmund Skúlason Ármanni, 2:26,61 mín
frá árinu 1984, en sá árangur hefur ekki verið staðfestur sem met,
líklega vegna þess að ekki hefur borist staðfesting á þeim árangri til
FRÍ á sínum tíma.Það er skammt stórra högga á milli hjá Birni, en hann
bætti metið í 800m hlaupi fyrir fimm dögum á Vígslumótinu í
Laugardalshöllinni sl.laugardag.

Björn hyggst einnig reyna við met Jón
Diðrikssonar í 1500m hlaupi ánæstunni, en það er 3:45,6 mín frá árinu
1980.Úrslit í 1000m hlaupinu í Stokkhólmi í gær:1 Elkana Angwenyi 83
KEN 2.22,22 PB 2 Suleiman Simotwo 80 KEN 2.22,53PB 3 Neil Speaight 78
GBR 2.22,93 4 Yuriy Koldin 83 RUS 2.23,23 5 BjörnMargeirsson 79 ISL
2.24,52 6 Michael Rotich 78 KEN 2.24,94 7 Steffen Co77 GER 2.24,97 8
Majid Saeed Sultan 86 QAT 2.24,99 fengið af fri.is

www.frjalsar.is

Aðrar fréttir