Björn Margeirsson sigrar í 1500 m hlaupi á Danska meistaramótinu.

Björn Margeirsson sigrar í 1500 m hlaupi á Danska meistaramótinu.

Björn Margeirsson sigraði í 1500 m hlaupi á tímanum 3:54,97 mín. Sigurkarl Gústavsson UMSB setti unglingamet(19-20 og 21-22) í 400 m hlaupi þegar hann hljóp á tímanum 49,87 sek og varð í fjórða sæti. Hann hljóp einnig 60 m og náði tímanum 7,11 sek í undanrásum og í úrslitum hljóp hann á 7,18 sek og varð í fimmta sæti.Þóra Björk Bjartmarz Breiðabliki setti meyjamet í stangarstökki þegar hún stökk 3,40 m.
Rakel Ingólfsdóttir hljóp 1500 m og varð í 8. sæti á tímanum 4:55,97 mín.
Annar árangur Íslendinga á mótinu var þessi.
Vala Flosadóttir Breiðabliki stökk 4,00 m og varð í 3. sæti, hún felldi síðan 4,20 m.
Fanney Tryggvadóttir ÍR stökk 3,50 m og varð í 10. sæti.Sunna Gestsdóttir UMSS sigraði í langstökki með stökki upp á 5,71 m og hljóp 60 m á 7,87 sek í undanrásum en hætti í úrslitahlaupinu.
Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðabliki sigraði í 60 m hlaupi og fékk tímann 7,62 sek, sama tíma og hún fékk á MÍ innanhúss, hún varð síðan í 3. sæti í langstökki með stökk upp á 5,64 m.Fríða Rún Þórðardóttir ÍR hljóp 1500 m og varð í 5. sæti á tímanum 4:47,92 mín.
Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki hljóp á 7,25 sek í undanrásum og 7,26 sek í úrslitum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson UMSS varð í 3. sæti í 1500 m hlaupi á tímanum 3:56,77 mín. Stefán Már Ágústsson UMSS varð í 9. sæti í 400 m hlaupi á tímanum 51,72 sek´. Ólafur Margeirsson Breiðabliki varð í 15. sæti á tímanum 53,25 sek. Kári Steinn Karlsson UMSS hljóp 1500 m hlaup á tímanum 4:18,70 mín.

Aðrar fréttir