Bjössi hljóp á 3:48.00 mín í 1500 innanhúss í Gautaborg 18.febrúar og sigraði.

Bjössi hljóp á 3:48.00 mín í 1500 innanhúss í Gautaborg 18.febrúar og sigraði.

sjá heima síðuna hans bjössa

http://www.bjorn.vefur.com
Eins og áður sagði var hlaupið ekkert súper í dag. Hérinn, Carl Borgö, stóð sig eins og hetja og skilaði umbeðnum 1000m á undir 2:30 með stæl. Því miður gekk þetta ekki upp í dag og ég fann það sennilega strax eftir 800m á rétt undir 1:59 mín (sem er reyndar hraðasta splitt sem ég hef fengið í 1500m) að restin yrði ekkert lamb að leika sér við. Fékk ca. 2:29.6 á 1000m með landsliðsmann Svía frá 5 landa móti í Glasgow, John Laselle, andandi eins og óður hundur í hnakkadrambið á mér og slakaði um of á næsta hring svo 1200m splittið varð ca. 3:01.5 mín. Síðustu 300m á u.þ.b. 46.5 sek er hægt en samt nóg til að mynda 1.69 sek bil á Svíann og enn á ný fékk ég að kynnast því að til að hlaupa hraða tíma þarf KEPPNI.
Úrslitin má nálgast á www.gfif.se.
Hvað um það – þetta hlaup er búið og hollara að snúa sér að næsta verkefni: sænska meistaramótið, 1500m. Hef von um svolítið betri keppni þar og smá von um eitthvað annað en taktíska vitleysu

Aðrar fréttir