BLEIKUR LEIKUR🎀

Það verður blásið til veislu í Kaplakrika á sunnudaginn fyrir stórleik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla. Þriðji búningur liðsins var kynntur til leiks með glæsilegu myndbandi fyrr í sumar.

Búningarnir hafa strax vakið mikla athygli enda hefur bleiki liturinn hingað til ekki tengst sögu FH.  Ástæðan fyrir litavalinu er þó afar góð þar sem 500 krónur af öllum seldum treyjum renna óskiptar til Krabbameinsfélags Íslands. FH vill einnig þakka Nike á Íslandi fyrir hjálpina að gera þetta að veruleika.

Treyjan hefur selst einstaklega vel og því um að gera að tryggja sér eintak áður en það verður of seint.

Það verður geggjuð stemning í Kaplakrika á sunnudaginn og hefst dagskráin 12:00 þar sem bleiki liturinn verður í aðalhlutverki.

Verslaðu bleikan varning hér

Krabbameinsfélag Íslands er afar þakklátt fyrir þann stuðning sem FH sýnir félaginu með sölu á sinni fallegu bleiku treyju. Félagið er alfarið rekið af sjálfsaflafé og á því mikið undir stuðningi almennings, félaga og fyrirtækja. Bleiki liturinn er félaginu afar kær þar sem eitt aðalbaráttuverkefni félagsins ár hvert er Bleika slaufan, árverkniátak gegn krabbameinum hjá konum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla stuðningsmenn FH að fjárfesta í treyju félagsins og jafnframt styðja þá við mikilvæga baráttu gegn krabbameinum. Árni Reynir Alfredsson forstöðumaður fjáröflunar og markaðsmála hjá Krabbameinsfélagi Íslands hafði þetta að segja um verkefnið.

Sunnudagurinn 24.sept - 14:00

Aðrar fréttir