Böddi: Þetta er bara alvöru klipping!

Böddi: Þetta er bara alvöru klipping!

FH.is sló á þráðinn til bakvarðarins knáa, Böðvars Böðvarsson, og spurði hann út í komandi verkefni og hvernig honum finnst tímabilið hafa farið af stað. Hann var einnig beðinn um að velja mesta tuðarinn í hópnum sem og fleira. 

Minnum á leik Fram og FH á Laugardalsvelli klukkan 19 á morgun!

,,Mér lýst mjög vel á leikinn gegn Fram. Framarar eru með virkilega spennandi lið með strákum sem maður er búinn að spila við í gegnum alla yngri flokkanna í bland við eldri og reynslumikla menn og þeir eru búnir að standa sig vel þannig ég á von á hörkuleik þar sem Framarar eru búnir að vera á ágætist skriði undanfarið,” sagði Böðvar Böðvarsson, betur þekktur sem Böddi, í viðtali við FH.is. 

,,Undanfarið erum við bara ekki búnir að vera spila okkar bestu leiki og höfum átt í miklum vandræðum að klára leiki, með þvi að henda inn öðru og kannski þriðja markinu og það er það sem varð okkur að falli í þessum leik. 

Þótt það sé auðvitað markmið liðsins að halda hreinu í hverjum leik þá er það kannski óraunhæft að það náist í hverjum einasta leik og því verðum við að fara bæta aðeins við markafjöldann og ég hef fulla trú á að það komi í næstu leikjum.”

Böddi segir að jafnteflisleikirnir í sumar hafa verið svekjandi: ,,Þetta hafa verið virkilega svekkjandi jafntefli gegn Breiðablik, Keflavík og Þór og okkur hefur við fundist kannski átt að taka fleiri stig úr þessum leikjum en það er erfitt að kvarta þegar maður er á toppnum svo við getum verið sáttir við efstasætið og þá staðreynd að vera taplausir.”

,,Eins og Róló sagði um daginn í einhverju viðtali þá eru þetta bara algjör forréttindi að fá að spila með þessum klúbb og því fylgir mikið stolt, eftir að ég fór til Akureyrar 2004 og sá okkur FH-inga lyfta titlinum var markmiðið alltaf að komast í meistaraflokk FH og það er frábært að fá að vera hluti af þessu.”

Undirritaður spurði næst út í hver markmið Böðvars fyrir tímabilið voru, áður en hann datt svona óvænt inn í vinstri bakvörðinn: ,,Markmið mitt svona rétt fyrir mót var að veita Guðjóni alvöru samkeppni um stöðuna, toppmaður þar á ferð og ég vissi að það væri erfitt að slá hann út. Því miður fyrir okkur þá meiddist hann og vonandi kemst hann sem fyrst á skrið aftur, en eg fékk þá tækifærið og er þakklátur fyrir það,” sem átti ekki í miklum vandræðum með að svara hver mesti tuðarinn væri. 

,,Dabbi Vidd hata

Aðrar fréttir