Breiðablik og FH mætast á sunnudag!

Breiðablik og FH mætast á sunnudag!

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson

Guðmundur Sævarsson – Ármann Smári Björnsson – Tommy Nielsen – Freyr Bjarnason

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson – Sigurvin Ólafsson – Davíð Þór Viðarsson

Ólafur Páll Snorrason – Atli Viðar Björnsson – Tryggvi Guðmundsson

Meiddir leikmenn (hver eru meiðslin og hvað gætu þeir verið lengi frá?)

Auðun Helgason er með slitin krossbönd og leikur ekki á þessu keppnistímabili.

Sverrir Garðarson á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn.

Tommy Nielsen hefur átt við meiðsli að stríða en verður líklega klár á sunnudag.

Allan Dyring fór meiddur af velli í leik FH og Keflavíkur í 5. umferð og er óvíst hvort hann leiki gegn Breiðabliki.

Sögulegar viðureignir

FH sigraði Breiðablik 8-0 í 2. deild 1965 og telst sigurinn með stærstu deildarsigrum Fimleikafélagsins.

Í 10. umferð efstu deildar 1992 áttust félögin við í hörkuleik á Kópavogsvelli. Aðalmarkvörður FH og núverandi landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, Stefán Arnarson, meiddist í upphitun og því var kornungur 2. flokksstrákur að nafni Daði Lárusson settur í búrið. Hann leysti þennan fyrsta deildarleik sinn með stakri prýði og FH-ingar sigruðu 1-3. Andri Marteinsson gerði tvö mörk fyrir FH í leiknum og Grétar Einarsson eitt en Hilmar Sighvatsson skoraði fyrir Blika. Daði Lárusson sýndi með frammistöðu sinni í síðasta leik gegn Keflavík að hann er enn við hestaheilsu, gerði sér m.a. lítið fyrir og varði tvö víti.

Síðast þegar liðin léku í efstu deild var árið 2001. Liðin mættust í 6. umferð á Kópavogsvelli og kom Kristján Brooks Blikum snemma yfir. Atli Viðar Björnsson jafnaði

Aðrar fréttir