Breytingar á karlaliði FH fyrir veturinn

Breytingar á karlaliði FH fyrir veturinn

 

 

Benedikt Reynir Kristinsson gekk til liðs við FH á dögunum og mun að öllum líkindum manna stöðu vinstri hornamanns í vetur eftir að alls þrír leikmenn sem leikið hafa sömu stöðu hafa söðlað um, þ.e. ýmist skipt um lið eða hætt. Baldvin Þorsteinsson sem lék lítið síðasta tímabil mun að öllum líkindum ekki spila handbolta í vetur en mun eflaust sjást í æfingagallanum í Krikanum eitthvað og gefa ungu strákunum góð ráð.

Þorkell Magnússon og Bjarki Jónsson hafa gengið til liðs við ÍH, aðallega vegna anna í námi. Þorkell lék mjög vel á löngum köflum síðasta vetur og það er von manna að hann muni á einhverjum tímapunkti, vonandi í vetur, ganga að nýju til liðs við FH. Bjarki sýndi það einnig fyrri part vetrar í fyrra að hann er flottur hornamaður en hann dró sig í hlé vegna náms um áramót. Þessir strákar munu án efa eftir að vera með betri mönnum 1. deildar næsta tímabil.

 

Valdimar Fannar Þórsson gekk í byrjun sumars til FH og er honum meðal annars ætlað að fylla í skarð Loga Geirssonar sem því miður virðist ekki ætla að ná að jafna sig á axlarmeiðslunum sem hrjáð hafa hann síðustu ár. Logi lék oft á tíðum afar vel í FH liðinu í fyrra vetur. Það er vonandi að Valdimar sem er virkilega hæfileikaríkur leikmaður fylli það skarð sem Logi skilur eftir sig. Valdimar hefur æft afar vel í sumar og leikið vel með FH á undirbúningstímabilinu.

Ari Magnús Þorgeirsson, þrautreyndur leikmaður FH til margra ára, hefur gengið til liðs við Stjörnuna. Ari sem er frábær leikmaður og frábær félagi í hóp mun eflaust snúa aftur í Krikann á einhverjum tímapunkti í framtíðinni og sýna virklega hvað í honum býr. Hann mun vonandi taka 1. deildina með trompi og er honum óskað góðs gengis í nýjum verkefnum.

Sigurður Örn Arnarsson sem hefur verið annar af markvörðum liðsins hefur gengið til liðs við ÍH. Þar mun Sigurður vera í stóru hlutverki og fá tækifæri til þess að sýna hvers hann er megnugur enda virkilega öflugur markvörður á góðum degi. Sigurður mun eflaust snúa aftur í raðir FH með tíð og tíma.

Örvhenta skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson sem sýndi á köflum skemmtileg tilþrif með FH liðinu síðasta vetur hefur gengið til liðs við ÍR þar sem hann mun án efa standa sig vel enda virkilega hæfileikaríkur. Arnar Birkir gekk til liðs við FH síðasta sumar frá Fram.

Að lokum hefur ungur &o

Aðrar fréttir