Breytingar á þjálfaramálum yngriflokka í knattspyrnu.

Gengið hefur verið frá samningum við nokkra nýja þjálfara í yngriflokkum félagsins.

Þjálfari 2.flokks kvenna í vetur verður Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og mun hún sjá um allt sem tengt er 2.flokki kvenna á næsta keppnistímabil. Bára Kristbjörg er með UEFA A gráðu og hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka Stjörnunnar og er reynslumikill þjálfari sem við bindum miklar vonir við. Við hjá FH bjóðum Báru Kristbjörgu hjartanlega velkomna til starfa hjá FH.

Þjálfari 2.flokks karla í vetur verður Sam Tillen og honum til aðstoðar verður Davíð Örvar Ólafsson. Þessa menn þarf ekki að kynna fyrir FH-ingum enda hafa þeir báðir spilað og þjálfað lengi í félaginu og taka nú við starfi þjálfara 2.flokks karla.

FH hefur ráðið Hlyn Eiríksson í starf afreksþjálfara FH. Hlynur mun sjá um æfingar fyrir afrekshópa FH karla og kvenna frá 7.flokki uppí 2.flokk. Hlynur mun vinna einstaklingsmiðað með leikmönnum sem hann gerir í samstarfi við þjálfara félagsins. Hlynur hefur þjálfað lengi hjá Breiðablik, Þór/KA og FH. Hlynur er með UEFA A gráðu. FH bíður Hlyn velkominn til starfa og bindum miklar vonir við hans starf í félaginu.

Viggó Davíð Briem er kominn aftur til félagsins eftir að hafa þjálfað hjá Víking R síðustu þrjú árin. Viggó tekur við 6.flokki karla og verður aðstoðarþjálfari hjá 7.flokki karla. Það eru gleðifréttir fyrir okkur FH-inga að fá Viggó aftur til starfa enda frábær þjálfari hér á ferð.

Það hafa orðið fleiri hrókeringar í þjálfun yngriflokka, þar ber helst að nefna að Hákon Atli Hallfreðsson hefur tekið við 3.flokki karla,  Árni Freyr Guðnason yfirþjálfari tekur við 4.flokki karla og Elísabet Guðmundsdóttir og Margrét Sif Magnúsdóttir taka við 3.flokki kvenna.

Knattspyrnudeild FH vill þakka þeim Tómasi Leifssyni, Vilhjálmi Kára Haraldssyni, Ingvar Jónssyni og Hans Sævarssyni fyrir þeirra störf fyrir félagið á síðustu árum og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Hér má sjá upplýsingar um alla þjálfara yngriflokka FH https://fh.is/fotbolti/yngri-flokkar/thjalfarar/

Aðrar fréttir