Brynjar Darri genginn til liðs við FH

Brynjar Darri genginn til liðs við FH

Brynjar Darri Baldursson 21 árs markmaður Stjörnunnar skrifaði í hádeginu í dag undir eins árs lánssamning við FH.

Brynjar Darri hefur verið í öllum unglingalandsliðum Íslands og byrjaði 17 ára gamall að spila með meistaraflokki Stjörnunnar. Í fyrra átti hann stórann þátt í því að Stjarnan endurheimti sæti í Olísdeildinni næsta vetur.

 

“ Það er frábært að fá Brynjar Darra til liðs við Fimleikafélagið og mun hann vera okkur góður liðsstyrkur.  Hann hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungann aldur og mun vera Ágústi Elí til halds og trausts næsta vetur, þeir tveir munu mynda skemmtilegt og metnaðarfullt markmannsteymi hjá okkur næsta vetur segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH. Við misstum stórann póst þegar Danni fór í atvinnumennskuna og leituðum til Stjörnunnar með að fá Brynjar Darra lánaðann enda teljum við hann gríðarlega öflugann markmann. Stjörnumenn sýndu mikla fagmennsku og velvilja í okkar garð og lánuðu okkur drenginn næsta tímabil “.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjar Darra og Ásgeir Jónsson handsala samninginn.

Aðrar fréttir