Brynjar Eldon Geirsson

Brynjar Eldon Geirsson

Nafn:
Brynjar Eldon Geirsson

Fæðingarstaður:
Reykjavík

Fæðingar ár:
1977

Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?
Sem fóstur

Útaf hverju FH?
Fylgdi genunum og ég fékk ekkert val.

Titlar og viðurkenningar (sem þú mannst eftir)?
Einhverjir Íslands og bikarmeistaratitlar með yngri flokkum FH.

Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju?
Ég leikið með FH frá 6 ára aldri með pásum af sökum náms og annarra hluta sem ég hef látið ganga fyrir í gegnum tíðina.

Áhugamál utan boltans?
Golf & veiði

Hverjir eru helstu kostir FH?
Félag sem hefur meistarasögu í öllum greinum, og gríðarlega gott starf unnið í öllum greinum. 

Hverjir eru helstu gallar FH?
Ég held að svo að félagið geti orðið enn stærra þarf að ná árangri á erlendum vettvangi og um leið þarf peninga. Það er kannski sá hlutur sem heldur okkur í beisli þ.e.a.s. skortur á stöðugu fjármagni.

Eftirlætislið í enska boltanum?
Ég held alltaf með liðinu sem vinnur það árið. Þannig getur maður skotið á alla heita stuðningsmenn annarra liða.

Eftirlætisíþróttamaður?
Logi litli bróðir, einfaldlega fagmaður í því sem hann er að gera og hefur óbilandi trú á sjálfum sér.

Mesta gleðistund með Fimleikafélaginu?
Allir titlar allra greina og öll afmælisár félagssins.

Mesta sorg í boltanum?
Það eru sveiflur í þessu eins og öðru og þegar illa gengur líður manni illa og öfugt.
Hver er efnilegasti FHingurinn að þínum mati?
Við eigum fullt af góðum leikmönnum og ef ég ætti að taka einn út úr hópnum held ég ég myndi nefna Aron Pálmarsson

Án hvers gætirðu ekki verið?
Ég gæti ekki verið án fjölskyldunnar

Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent?
Gekk í svefni og vaknaði hálfnakinn kominn 200 metra um miðja nótt frá heimilinu og læstur úti. Frekar döpur staða

Eftirminnilegasta atvik úr boltanum?
Íslandsmeistaratitillinn sem vannst á móti Selfoss um árið

Skilaboð til FHinga:
Gefa af sér til félagssins  og leggja sitt af mörkum til þess að félagið blómstri.

Aðrar fréttir