BUR fagnar nýju knatthúsi

Nú hyllir loksins undir að gerð verði bragarbót í aðstöðumálum knattspyrnuiðkenda í Kaplakrika en bæjarráð Hafarfjarðar og FH hafa gert með sér samning sem tryggir að nýtt knatthús rís í Kaplakrika á næstu mánuðum. Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar FH (BUR) hefur undanfarin ár barist fyrir því að reistur verði nýr, fullstór, yfirbyggður, gervigrasvöllur í Kaplakrika sem gerir FH-ingum, stórum sem smáum, kleyft að æfa og keppa í knattspyrnu árið um kring.
BUR fagnar því þessum áfanga og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, sem og forsvarsmenn FH, eiga hrós skilið fyrir að nú loksins komist að niðurstöðu í málinu sem verður öllum í hag þegar upp er staðið. Ekki síður eiga hinir fjölmörgu knattspyrnuiðkendur í FH og aðstandendur þeirra, skildar miklar þakkir fyrir þolinmæðina og skilninginn á undanförnum árum.
Áfram FH
BUR

Aðrar fréttir