BYKO og FH hefja samstarf.

BYKO og FH hefja samstarf.

Knattspyrnudeild FH og BYKO hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára. Mikilvægt er fyrir öll íþróttafélög að fá inn stuðning úr atvinnulífinu og ríkir mikil ánægja með samstarfið hér í Kaplakrika.  

 

„Við hjá FH fögnum þessu samstarfi og vonumst eftir því að það muni vera sem lengst. BYKO er traust og kraftmikið fyrirtæki sem við höfum unnið með í langan tíma, það var því afar ánægjulegt að skrifa undir þennan samning. BYKO verður einn af okkar öflugu styrktaraðilum, við þurfum á svona samningum á að halda til að halda áfram þeirri uppbyggingu sem á sér stað hér í Kaplakrika. Við gerum þetta ekki einir heldur í samstarfi við okkar styrktaraðila, það á því vel við að slagorð BYKO er Gerum þetta saman, það er nákvæmlega það sem við gerum.“ Segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH. 

 

„Við hjá BYKO erum stoltir af þessum samningi sem fellur vel að okkar áherslum um mikilvægi íþrótta og tómstunda.    FH er félag sem hefur mikinn metnað og árangursdrifið  sem gerir sér grein fyrir því að ná árangri þarf að hlúa vel að öllum flokkum félagsins og ekki síst að yngstu iðkendum og skapa þá umgjörð sem hvetur íþróttafólk til dáða . FH hefur staðið í miklu uppbyggingarstarfi undanfarin ár og er það okkur ánægjulegt að hafa fengið að koma að þeim framkvæmdum með þeim. Við höfum átt í góðu og ánægjulegu samstarfi við FH til margra ára sem fellur einkar vel að okkar slagorði Gerum þetta saman.“  Segir Sigurður Pálsson forstjóri BYKO

Aðrar fréttir