BYKO og hkd. FH gera samstarfssamning

BYKO og handknatteiksdeild FH gera samstarfssamning

BYKO og handknattleiksdeild FH hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Með samningnum verður BYKO einn af helstu samstarfsaðilum handknattleiksdeildarinnar.

BYKO er með útibú á Selhellu í Hafnarfirði auk fjölda annarra búða um allt land. Byko.is er vefverslun fyrirtækisins með yfir 20 þúsund vörur í boði.

“Við erum gríðarlega ánægð að fá jafn öflugt fyrirtæki og BYKO til samstarfs við okkur. Öflug félög þurfa öfluga bakhjarla og með þessum samningi mun BYKO koma sterkt inn til að styðja við hið góða starf sem unnið er í Kaplakrika” sagði Sigurgeir Árni Ægisson framkvæmdastjóri hkd. FH við undirritunina.

Á myndinni sjáum við Sigurgeir Árna og Leif Örn Gunnarsson markaðsstjóra BYKO handsala samninginn.

Leifur Örn Gunnarsson og Sigurgeir Árni Ægisson

Aðrar fréttir