Ceplak og Pintusevich-Block að gera það gott

Ceplak og Pintusevich-Block að gera það gott

Jolanda Ceplak og Zanna Pintusevich-Block náðu frábærum árangri í Belgíu. Ceplak hljóp 800m og náði besta tíma sem náðsthefur í 5 ár, 1:55,19. Þessi frábæri tími skýtur henni í 7. sæti yfir bestu 800m hlaup allra tíma. Ceplak tókst þrátt fyrirmikinn vind að hlaupa í gegn á 400m á 57,40sek og eftir 500m var hún búin að skilja andstæðinga sína eftir í reyk. Ceplakhlýtur að teljast mjög líkleg til afreka á EM í Munchen

En Ceplak var ekki ein um afrek. Zanna Pintusevich-Block hljóp frábært 100m hlaup, 10,83 sek sem er besti tími ársins. Hún náðiafar slæmu starti en hlaupið var ákaflega fallegt og ljóst er að hún er að ná út topphraða á réttum tíma. Hún hætti hinsvegar við keppni í 200m hlaupi vegna eymsla aftan í læri.

Það er spurning hvort það megi enn telja Marion Jones bestu spretthlaupskonu heims?

Aðrar fréttir