Dagbók – dagur 2 & 3

Dagbók – dagur 2 & 3

Anton Ingi Leifsson skrifar:
Dagur 2 hófst snemma, en menn áttu að vera mættir í morgunmat klukkan 08:00 að staðartíma. Menn mættu helfeskir og nóg var á boðstólnum, en hótelið sem við erum á er virkilega gott og maturinn til fyrirmyndar sem og herbergin.

Næst var haldið á fund um 09:30 þar sem Elfsborg-liðið var skoðað gaumgæfilega en þjálfarateymið var búið að undirbúa sig vel enda ekki við öðru að búast. Hefðbundinn leikdags-göngutúr var svo næstur á dagskrá, en leikmenn löbbuðu stutta vegalengd hérna í nágrenninu áður en þeir héldu í hádegismat.

Menn fóru síðan bara inná herbergi og hvíldu sig þangað til mæting var í leikinn! Undirritaður og nokkrir aðrir skelltu sér þó í smá verslunarferð enda varla hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að H&M sé handan við hornið! 

Fundur og matur fyrir leikinn hófst klukkan 15:00 og þá var kominn mikil spenna í hópinn. Eftir vel skipulagðan fund og ágætis pasta í magann héldu menn með lúxus-rútunni á leikvanginn þar sem styttist í stóru stundina. Leikmenn gerðu sig klára eins og aðrir starfsmenn og fjölmiðlateymi liðsins gerði allt klárt varðandi FH-Radio og annað. Síðan var komið að stóru stundinni… sjálfum leiknum!

Leikmenn, starfsfólk og fylgdarlið voru mætt á Borås Arena tæpum einum og hálfum tíma í leik, en leikmenn héldu beint inní klefa til að undirbúa sig fyrir átökin. Fylgdarmenn, þar með talnir fjölmiðlamenn FHingar.net, fóru í VIP-ið þar sem boðið var uppá allskyns alvöru veitingar.

Klukkan 1800 flautaði svo norski dómarinn til leiks fyrir framan fullan völl… nei, ekki alveg! Um 3 þúsund manns voru mættir og fengu allt fyrir peninginn. FH-liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við verið yfir í hálfleik, ekkert flóknara. En við nýttum ekki færin okkar og Elfsborg komst yfir markið eftir tæpan klukkutíma.

Steven Lennon jafnaði metin stuttu síðar, en Elfsborg bætti við þremur mörkum undir lok leiks og lokatölur 4-1. Niðurlútir FH-ingar, gengu þá af velli. Þrátt fyrir hetjulega baráttu náðust ekki þau úrslit sem við hefðum vonast eftir. 

En eftir leik héldu menn í mat á hótelinu og slökuðu aðeins á uppá hótelherbergjum, meðan fylgdarmenn fóru aðeins að kíkja á bæinn Borås. Það var ekki langur svefn framundan hjá leikmönnum, en þeir þurftu að vera mættir klukkan 04.00 niður í lobby. Þaðan hélt rúta til Gautaborgar á flugvöllinn þar sem flogið var með Icelandair heim og komu menn heilu og höldnu um klukkan 09.00 í Krikann, föstudaginn 1. ág&uacut

Aðrar fréttir