Dagskrá Boltaskólans í vikunni

Dagskrá Boltaskólans í vikunni

Á morgun, þriðjudaginn 12. júlí, ætlum við í Boltaskólanum (f.’06-’07) að fara saman í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn. Það er mæting kl.9 í Kaplakrika eins og venjulega og við förum með rútu inn í Laugardal. Krakkarnir verða í merktum vestum og verða a.m.k. 2 leiðbeinendur með 5-6 barna hóp. Foreldrar og eldri systkini eru hjartanlega velkomin með. Það er spáð fínu veðri en krakkarnir verða að vera klædd eftir veðri og vera með gott nesti. Ferðin er ókeypis fyrir krakkana en athugið að foreldrar og systkini þurfa að borga fyrir sig. Við verðum komin til baka í Kaplakrika um eða eftir kl. 12.

Á miðvikudaginn ætlum við svo í gönguferð niður að læk þar sem við förum í leiki og gefum öndunum brauð.

Á föstudaginn viljum við bjóða foreldrum að koma um kl. 11 og vera með í leikjum með krökkunum ef þau hafa tök á. Þá ætlum við að grilla og afhenda viðurkenningarskjöl.

Aðrar fréttir