Dagur ársins!

Dagur ársins!

Uppskeruhátíð yngri flokka verður frá kl. 10:00-12:00 og má gera ráð fyrir miklum herskara stráka og stelpna sem hittast þar og taka á móti viðurkenningum. Árið hefur verið í einu orði sagt frábært hjá þessum krökkum og ljóst að framtíðin er ekki aðeins björt, hún skín skærar en sólin!

Boðið verður síðan upp á andlitsmálning í Kaplakrika frá kl. 12:00 og allt þar til að rútur frá Kaplakrika á Laugardalsvöll frá kl. 13:00 og til baka eftir leik

Um að gera að mæta í Krikann, heilsa upp á krakkana, fá sér í svanginn um leið og hægt er að koma sér í gírinn fyrir leik ársins!

Í dag, fimmtudag, hefst miðasala á “Ball ársins” sem haldið verður í Kaplakrika á laugardag. Miðasala fer fram í FH búðinni fimmtudag og föstudag frá 17.00 til 20.00 og á laugardag frá 09.30 til 14.00. Miðar eru einnig fáanlegir á Súfistanum. Það er klárt að þetta er ball ársins og eitthvað sem engin FH-ingur má láta fram hjá sér fara. Bubbi og Paparnir sjá um dansleik. Á sama tíma verður forsala miða á úrslitaleik Visa bikars karla sem fer fram klukkan 14.00 á laugardag. Sumsé stór FH dagur!

(Tekið af fhingar.net )

Aðrar fréttir