Dýrmæt stig í súginn

Dýrmæt stig í súginn

Mist

Vörn.
Tinna, Svetlan, Dragana, Sóley

Miðja.
Dagný Lóa, Hrönn, Ivana, Ágústa, Sara

Sókn.
Guðrún Björg

Varamenn.
Valgerður, Hafdís, Elísabet, Íris og Ásgerður

Þjálfari.
Jón Þór Brandsson (Dragi Pavlov tók út sinn síðasta leik í banni)

Kuldi, Rok og Harður völlur höfðu mikil áhrif á fótboltann í gær.  Norðan áttin bættist í lið Fylkismanna sem nýttu sér meðbyrin í fyrri hálfleik skoruðu 2 mörk á meðan FH sá vart til sólar.

Í þeim síðari komst FH meir inní leikinn en urðu fyrir því óláni að fá á sig dæmda vítaspyrnu sem Mist markmaður varði en Fylkismenn fylgdu eftir og potuðu inn.  Staðan 0-3 og hélst sú staða þar til yfir lauk.  Síðustu mínu sóttu FH-ingar þó grimmt en náðu ekki að nýta færin.

FH hefur nú leikið tvo leiki án þess að fá nokkur stig og vermir nú botnsætið.  Ljóst er að á brattan verður að sækja en stelpurnar eru óhræddar og lýta á hvern leik sem dýrmæta reynslu.  Ómögulegt er að spá í framhaldið en eitt er víst að góður stuðningur af pöllunum hjálpar gífurlega.  Við skorum á alla FH-inga að mæta og styðja stelpurnar.

Aðrar fréttir