Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs

Kæru FH-ingar

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir góðar stundir á því ári sem nú var að kveðja.

Það er okkar FH-inga siður að horfa fram á veginn og dvelja ekki við það sem liðið er þó þannig að við tökum með okkur það sem við lærum af reynslunni hvort heldur það er já- eða neikvætt.

 

Árið sem nú er liðið var að mörgu leiti ár þar sem reyndi á okkur FH-inga, ár þar sem við áttum okkur á því að við megum ekki gleyma okkur og halda að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Það er biturt að falla og það er biturt að tapa í hreinum úrslitaleik um meistaratitil. Við höfum séð þetta áður og alltaf, já alltaf höfum við komið til baka sterkari en áður og það munum við gera nú.

Víst er að margt hefur unnist þó ekki sé það allt mælt í titlum. Vissulega unnust titlar bæði hjá stelpum og strákum en mestu sigrar okkar eru hvernig þjálfarar, iðkendur og foreldrar hafa á einhvern óskiljanlegan hátt komist fram úr þessu öllu við þá þröngu aðstöðu sem okkur er búin. Knattspyudeild FH hefur nú í a.m.k. átta ár búið við aðstöðu sem ekki er í neinu samræmi við það viðamikla og öfluga starf sem hjá okkur er unnið.

Í fimm ár höfum við unnið að því að bæta aðstöðu okkar og má nú sjá þess merki að þessi vinna er að taka á sig raunverulega mynd. En hvað er það sem hefur tafið og staðið í veginum? Að sjálfsögðu tekur það alltaf tíma að undirbúa svona verkefni en því miður kemur fleira til. Þó svo að við, við FH-ingar ætlum að standa straum af kostnaði og rekstri er það grátleg staðreynd að pólitísk yfirvöld og embættismenn hafa  mikið lag á því að tefja svona mál. Það er með ólíkindum hvað allt þarf að vera flókið og þungt, merkilegt hvað endalaust er hægt að flækja í raun einföld mál.

Það er vegna stefnufestu okkar FH-inga sem tekist hefur að koma þessum málum í gegn en að sjálfsögðu gerist það ekki án aðkomu og stuðnings sumra „betur“ hugsandi aðila innan bæjarkerfisins og skal það þakkað.

 

Ef hlutir æxlast á þann hátt sem ráð er fyrir gert mun árið 2015 verða ár okkar FH-inga. Það er trú mín að takist okkur að klára þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru, til bættrar aðstöðu fyrir iðkendur knattspyrnudeildar FH, verði okkur vel launað í starfi og leik. Að við FH-ingar komumst á þann stað þar sem við erum sjálfir okkur nógir um aðstöðu er eitthvað sem við öll getum hlakkað til og verið stolt af. Við verðum öl

Aðrar fréttir