Einar Andri Einarsson

Einar Andri Einarsson

Nafn:

Einar Andri Einarsson

Fæðingarstaður:

Reykjavík

Fæðingar ár:

1981

Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?

Hef aldrei haldið með öðru félagi. Ætli ég hafi ekki byrjað að halda með FH þegar ég byrjaði að æfa um 6 ára.

Útaf hverju FH?

Af því að FH er stæðsta og flottasta íþróttafélag landsins.

Titlar og viðurkenningar (sem þú mannst eftir)?

Sem leikmaður í yngriflokkum varð ég einu sinni Íslandsmeistari í 4.fl og einu sinni bikarmeistari í 4.fl.

Sem þjálfari hef ég orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, deildarmeistari sex sinnum, bikarmeistari tvisvar auk þess að vinna Norden Cup og Partille Cup.

Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju?

Spilaði með yngri flokkum FH í handbolta frá 6. fl. í 2. fl. Þá æfði ég knattspyrnu við dapran orðstý í 6. og 5. flokki. Var þó fyrirliði E-liðsins á Skagamótinu í 5. flokki. Hætti fljólega eftir það.

Áhugamál utan boltans? Verð að viðurkenna að fátt annað kemst að.

Hverjir eru helstu kostir FH? Metnaðurinn í unga íþróttafólkinu í félaginu.

Hverjir eru helstu gallar FH? Engir, en það má þó alltaf gera gott betra.

Eftirlætislið í enska boltanum? Man.Utd.

Eftirlætisíþróttamaður? Guðjón Árnason í gamla daga. Vona að FH eignist fleiri leiðtoga eins og hann. Í dag koma margir upp í hugann til dæmis Ólafur Stefánsson og Eiður Smári en verð að verð að segja að það er skemmtilegast að horfa á Loga Geirsson spila.

Mesta gleðistund með Fimleikafélaginu? Allir sigrar hjá FH vekja gleði en sigurinn á Partille Cup í sumar var ógleymanlegur.

Mesta sorg í boltanum? Þegar 4. flokkur karla var tekinn í kennslustund af FH-Elítunni í fjáröflunarleik fyrir Norden Cup í nóvember síðastliðnum. Er ennþá að jafna mig. Gaui og Dáni fóru illa með okkur.

Hver er efnilegasti FHingurinn að þínum mati? Í öllum deildum Fimleikafélagsins eru gríðarlega efnilegir íþróttamenn, ætla ekki að gera upp á milli þeirra.

Án hvers gætirðu ekki verið? Fjölskyldu og vina, handboltinn kemur stutt á eftir því.

Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent?

Á ferðalögum erlendis með FH strákanum hefur ýmistlegt pínlegt gerst. En líklega er best að greina ekki frá því opinberlega.

Eftirminnilegasta atvik úr boltanum? Eftirminnilegasta atvik handboltasögunnar er þegar Hilmar Guðmundsson markvörður Fimleikafélagsins fékk krossinn í bikarúrslitaleik í 3. flokki í sögufrægum leik á móti Haukum. Þeir sem sáu þann leik munu aldrei gleyma honum. Og ekki heldur dómaragreyið sem hann kýldi.

Skilaboð til FHinga: Ég vonast bara til þess að folk mæti á völlinn í vetur í handboltanum og styðji ungu strákana okkar. Þeir þurfa svo sannarlega á stuðningi að halda. Svo vill ég benda á umfjöllun um meistaraflokk karla hér á FH.is undir handbolta. Áfram FH.

Aðrar fréttir