Einar Andri: Erum vel undirbúnir

Einar Andri: Erum vel undirbúnir

Sæll Einar.
Hvernig legst leikurinn gegn Akureyri í þig?
Leikurinn leggst mjög vel í mig. Strákarnir eru búnir að vera duglegir að æfa og við erum búnir að undirbúa okkur mjög vel.

Hverja telur þú helstu styrkleika Akureyringa vera?
Styrkleikar Akureyringa eru margir. Þeir eru með markvörð og vörn sem vinnur mjög vel saman og það hefur skilað þeim gríðarlega mörgum mörkum úr hraðaupphlaupum. Síðan eru þeir líka með mjög flott sóknarlið með Heimi í broddi fylkingar.

Nú eruð þið búnir að mæta þeim oft í vetur, eruð þið ekki allveg búnir að kortleggja þá?
Við erum farnir að kannast vel við þá, búnir að spila fimm sinnum í vetur og tvisvar á undirbúningstímabilinu.

Hvað hefði betur mátt fara í leiknum gegn Fram? Og hvað var það sem þið getið tekið úr þeim leik?
Við tökum bara allt það jákvæða úr Framleikjunum og byggjum ofan á það.

Áttu von á mörgum FH-ingum í stúkunni á morgun ?
Mér skilst að það verði einhver hópur FH inga í stúkunni og ég veit að þeir munu láta vel í sér heyra eins og venjulega!

Aðrar fréttir