Einar Andri í viðtali.

Einar Andri í viðtali.

12 sigrar af síðustu 14, hvað gerðist eiginlega þegar við misstum Óla?
Í byrjun timabils áttum við í ákveðnum vandamálum. Vorum með nokkra menn í meiðslum auk þess sem við vorum að koma nýjum ungum leikmönnum inn í liðið hjá okkur. Við vissum að þessir hlutir myndu taka tíma og svo bættist við að ákveðnar breytingar urðu á liðinu þegar Óli fór en Logi og Ási komu í staðinn. Ég myndi helst segja að það sem hafi breyst hjá okkur var ákveðin hugarfarsbreyting hjá stráknum, menn fóru að leggja meira á sig og reyna að gera hlutina saman sem lið.
Hvernig er ástandið á FH liðinu fyrir þessa úrslitakeppni? Eru allir heilir?
 
Ástandið á liðinu er mjög gott enda erum við með magnaðan styktarþjálfara í Silju Úlfars. Allir eru heilir og klárir í slaginn enda eru komnar hátt í þrjár vikur síðan að við spiluðum síðast.
Hvað ber að varast í leik Fram?
  
Það er enginn einn ákveðin þáttur sem ber að varast hjá Fram. Þeir eru flottir í öllum þáttum í sínum leik. Eru með tvo góða markmenn, flotta vörn og þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Þannig að það er að mörgu að hyggja fyrir &tho

Aðrar fréttir