Einar Andri: Mætum með 14 góða handboltamenn í kvöld

Einar Andri: Mætum með 14 góða handboltamenn í kvöld

1 – Jæja Einar Andri..Stórleikur í kvöld, má ekki búast við hörku baráttu tveggja sterkra liða?Jú þú má búast við hörkuleik enda eru þessu lið í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Leikurinn er því mjög mikilvægur eins og reyndar allir leikir í þessari deild.

2 – Þið unnuð Framarana í deildarbikarnum milli jóla og nýárs, en töpuðuð fyrir þeim í fyrri umferðinni. Hvað þarf til að leggja sterkt Fram-lið af velli? Til þess að vinna Fram þarf að stoppa hraðaupphlaupinn þeir sem er mjög krefjandi verkefni. Þeir keyra nánast látlaust alla leiki og menn þurfa að vera klárir að hlaupa á móti Fram

3 – Eru allir heilir og verður hægt að stilla upp okkar besta liði? Það gætu orðið einhver afföll í kvöld en við mætum með 14 góða handboltamenn í kvöld.

4 – Er ekki markmiðin klár fyrir síðari hlutann; að fara í úrslitakeppni? Markmiðið er klárlega að komast í úrslitakeppni og það verður hörkubarátta að komst þanngað.

5 – Verður Safamýrin ekki full í dag af kolvitlausum FH-ingum? Ég vona það. Við sýndum góða leiki í deildarbikarnum og þar var stuðningurinn frábær. Vonandi heldur það áfram.

Aðrar fréttir