"Eins og að fara úr leikskólanum i menntaskólann"

"Eins og að fara úr leikskólanum i menntaskólann"


 


Elvar Örn Erlingsson, þjálfari FH

Sport.is fer um þessar mundir yfir lið N1 deildarinnar og spáir í spilin fyrir komandi leiktíð. Sportið spáir FH 6. sætinu í vetur og áframhaldandi veru í úrvalsdeild. Sportið tók Elvar Erlingsson þjálfara liðsins tali og segir Elvar að veturinn verði erfiður liðinu og stefnan sé að halda sér deildinni og stefna hægum skrefum upp á við.


Elvar messar hér yfir lærisveinunum

Elvar segir meðal annars í viðtalinu: „Það vantar reynsluna og það er stærra stökk en guttarnir halda að fara úr fyrstu deild í efstu deild. Við höfum rekið okkur á það í æfingaleikjum og æfingamótum og munum gera það svolítið áfram. Það tekur smá tíma að aðlagast því. “

Elvar gerir ráð fyrir að Aron Pálmarsson okkar bráðefnilegi leikmaður fari fljótlega á vit atvinnumannaboltans í Þýskalandi en varar við að menn séu að fara út of snemma: „Það er kannski vandamálið í þessu. Þetta þykir spennandi og þá vilja menn fara aðeins of snemma út án þess að vera búnir að festa sig í sessi. Ekki búnir með skóla og ekki einu sinni náð að festa sig í sessi sem alvöru leikmenn. Ég myndi ráðleggja þessum strákum að klára einhver skólamál og festa sig í sessi sem leikmaður sem mark er takandi á hér heima. Þá verða tækifærin stærri og meiri þegar á reynir. “

Elvar sagði svo að lokum: „Það er mikill munur á fyrstu deild og úrvalsdeildinni. Þetta er eins og að fara beint úr leikskólanum í menntaskólann. Stökkið er stórt og væntingar oft óraunhæfar. Það tekur eitt til tvö ár að festa sig í sessi sem alvöru lið,“

Sjá viðtalið heild sinni á sport.is

Aðrar fréttir