Elfsborg í heimsókn í Kaplakrika á fimmtudag

Elfsborg í heimsókn í Kaplakrika á fimmtudag

Kæru FH-ingar.
Á fimmtudaginn kemur sænska liðið Elfsborg í heimsókn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30 á fallegasta velli landsins, Kaplakrikavelli.
Fyrri leikurinn endaði með 4-1 sigri sænska liðsins, en eins og allir vita er knattspyrnan einstök og þar getur allt gerst. Strákarnir eru ekki búnir að gefast upp og þurfa þeir á okkar stuðning að halda!
Miðasalan og húsið sjálft opnar klukkan 17:30, en leikurinn hefst klukkutíma síðar, klukkan 18:30. Grillaðir verða hamborgarar og fleira góðgæti. 
Við hvetjum því alla til að mæta snemma á völlinn, láta vel í sér heyra og reyna hjálpa strákunum í gífurlega erfiðum leik!
Allir á völlinn & áfram FH!

Aðrar fréttir