Elías Már álíka mikil skytta og Fannsi Gumm

Elías Már álíka mikil skytta og Fannsi Gumm

FH-ingurinn Jón Páll Pálmason er spenntur fyrir leik handknattleikslið FH í karlaboltanum gegn erkifjendunum í Haukum. Jón Páll þjálfar nú Hött á Egilsstöðum, en hann lék á yngri árum með liði FH í handknattleik. Jón Páll lofar ekki Elíasi Má, en hann er greinilega að kveikja aðeins í hitanum milli liðanna, sem er ekkert nema gott mál.

Jæja Jón Páll.. Fyrir það fyrsta, hvernig leggst Haukaleikurinn í þig?
Jón Páll: “Leikurinn leggst gríðarlega vel í mig. Ég hef mikla trú á Einari Andra og því flotta þjálfarateymi sem FH hefur á að skipa. Ég hef fulla trú á því að FH-liðið hafi notað fríið vel og komi sterkt inn í seinni hluta tímabilsins. Við FH-ingar eigum harma að hefna gegn litlu systur á mánudag og ég hef fulla trú á því að við látum finna vel fyrir okkur.”

Eitthvað sérstakt sem við þurfum að passa hjá Haukunum? Einhverjir veikleikar?
Jón Páll: “Haukarnir eru með frábært lið, Birkir Ívar er frábær í markinu þó svo að hann hafi aldrei getað neitt með landsliðinu. Beggi er þeirra besti maður og svo er Björgvin mjög góður. Mér hefur fundist vörnin þeirra vera mjög góð og þeir eru sterkir í hraðarupphlaupunum með Frey og örvhenta gæjann sem ég man ekki hvað heitir. Það er því mjög mikilvægt að við bara skorum í sókninni í staðinn fyrir að gefa þeim auðvelt mörk úr hraðaupphlaupum ;).

Ef að við náum að stilla upp í vörn gegn haukunum þá lenda þeir í vandræðum, það hefur sýnt sig að þeirra veikleiki er hægri vængurinn í sókninni. Þessi örvhenti er álíka stór og atli guðna og álíka mikil skytta og fannsi gumm.”

En hvað getum við nýtt okkur í leik okkar enda spiluðum við frábærlega á dögunum?
Jón Páll: “Við erum auðvitað með frábært sóknarlið og þegar við náum að stilla strengina varnarlega kemur markvarslan með. Þegar það er að smella saman þá erum við besta lið á Íslandi, það er ekkert flóknara en svo. Við erum með 3 nýja mjög mikilvæga menn í lykilstöðum í vörninni, Sigurgeir árna, Petr Cech og Pálmar markmann. Það tekur alltaf smá tíma að slípa menn saman en ég held að við höfum náð því núna og að við náum ágætis winning runni í þessari deild núna. Þetta verður öruggur eins marks sigur hjá okkur…”

Eitthvað að lokum? Á ekki að fylla Krikann?
Jón Páll: “Auðvitað fyllum við Krikann, haukarnir mæta með sína 500 áhorfendur en við náum leikandi að mæta með 2000 FH-inga til þess að pakka Hofið. Ég vona bara að áhorfendur skemmti sér vel og njóti þess að vera til og mæti í hvítu. Svona leikir eru ástæða þess að maður fylgist með íþróttum – nágrannaslagir eru frábærir.

Að lokum vil ég bara óska FH-strákunum góðs gengis það sem eftir lifir tímabils – við FH-ingar fylgjumst allir spenntir með þeim og styðjum þétt við bakið á þeim hvort sem gengur vel eða illa. Þeir hafa allt með sér til þess að slá í gegn og gera vorið frábært fyrir okkur.”

Aðrar fréttir