Elsa Hrönn Reynisdóttir ráðin framkvæmdastjóri FH

Elsa Hrönn Reynisdóttir ráðin framkvæmdastjóri FH

Í dag skrifaði Viðar Halldórsson formaður FH undir ráðningasamning við Elsu Hrönn Reynisdóttir í starf framkvæmdastjóra FH.

Elsa Hrönn hefur lokið háskólanámi í kennslufræðum og hefur undanfarið starfað sem grunnskólakennari í Seljaskóla. Áður var hún framkvæmdastjóri HK og samhliða þessum störfum hefur hún haft umsjón með bókhaldi og fjárreiðum hjá bókhaldsfyrirtækinu Atlas hf.

Elsa Hrönn Reynisdóttir

Aðalstjórn FH ákvað að leita til Capacent við að auglýsa starf framkvæmdastjóra og eftir ítarlegt ferli var ákveðið að ráða hana í starfið. Elsa Hrönn tekur við af Birgi Jóhannssyni en hann mun færa sig alfarið yfir til knattspyrnudeildar.

Aðalstjórn FH bindur miklar vonir við Elsu Hrönn og býður hana velkomna í Kaplakrika en hún hefur störf strax eftir áramót. 

 

Aðrar fréttir