Elvar og Steini hætta

Elvar og Steini hætta

Elvar Örn Erlingsson og Sigursteinn Arndal hafa hætt störfum sem þjálfari og aðstoðarþjálfari meistaraflokksliðs karla í handbolta. Elvar og Sigursteinn ásamt stjórn handknattleiksdeildar FH komust að samkomulagi um starfslok þrátt fyrir að 1 ár væri eftir af samningi þeirra.
 

Í samtali við Morgunblaðið í dag hafði Elvar hug á að halda áfram þjálfun liðsins en eftir að hafa fundað með stjórn og kannað bakland meðal leikmanna var sameiginleg ákvörðun tekin um starfslok. Þorgeir Arnar Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH segir jafnframt í mogganum að stjórnin hafi verið ánægð með störf þeirra og að engin leiðindi hafi komið upp vegna málsins. Stjórnin telji að nú þurfi leikmenn FH á nýrri áskorun að halda.

Elvar og Sigursteinn hafa þjálfað FH liðið undanfarin tvö ár með frábærum árangri. Liðið sigraði 1. deildina sannfærandi á síðustu leiktíð og hafnaði síðan í fimmta sæti N1 deildarinnar á yfirstandandi leiktíð.
FH.is þakkar þeim frábært starf í þágu félagsins á sl 2 árum og óskar þeim velfarnaðar í framhaldinu.

Aðrar fréttir