Emil Pálsson skrifar undir nýjan samning

Emil Pálsson skrifar undir nýjan samning

Miðjumaðurinn Emil Pálsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við FH, en samningurinn gildir til loka tímabilsins 2017. 

Emil kom frá Bí árið 2011 og hefur síðan unnið Íslandsmeistaratitilinn einu sinni og orðið Íslandsmeistari í þrígang með öðrum flokki. 

Hann hefur spilað 53 leiki í Pepsi-deildinni fyrir FH og skorað fimm mörk. Innan knattspyrnudeildarinnar ríkir mikil gleði með að Emil hafi skrifað undir samning, enda um ungan og efnilegan leikmann að ræða sem á framtíðina fyrir sér.

Hér til hliðar má sjá Birgi framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar FH og Emil handsala samninginn.

Aðrar fréttir