Enn einn úrslitaleikurinn: FH-Akureyrir á fimmtudag kl 18:00 (ATH nýr tími)

Enn einn úrslitaleikurinn: FH-Akureyrir á fimmtudag kl 18:00 (ATH nýr tími)

Baráttan um sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla heldur áfram á fimmtudaginn þegar Akureyringar mæta í heimsókn í Kaplakrika. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir FH-inga, en þeir eru núna einu stigi á eftir Frömmurum sem eru í 4 sæti. Það er nokkuð ljóst að síðustu 3 umferðirnar verða æsispennandi og dramað í hámarki, en það er einmitt það sem gerir þessa þjóðaríþrótt okkar íslendinga svona skemmtilega.

 

Strákarnir  áttu frábæran leik í síðustu umferð þegar þeir unnu stór góðan útisigur Fram en þeir eru besta heimavallaliði deildarinnar í vetur, þetta var aðeins þeirra annar tapleikur á heimavelli. Strákarnir mættu virkilega grimmir til leiks og greinilegt að sjá að þeir stefna á úrslitakeppnina. Kristján Arason var mættur á bekkinn á nýjan leik og skipar baneitrað þjálfaratríó ásamt þeim Einar og Elvari. Það var greinilegt að leikmenn og þjálfarar ætla að þjappa sér saman og það þurfa allir FH-ingar að gera til þessa að draumurinn um þann stóra í vor verði að veruleika.

 

FH-ingar athugið breyttan leiktíma en leikurinn hefst klukkan 18:00 og því tilvalið að bruna beint úr vinnu, í Krikann, fá sér eina með öllu og frábæran handboltaleik í eftirrétt.

 

Áfram FH

Aðrar fréttir