Erna Guðrún og Maggý semja til tveggja ára.

FH hefur skrifað undir tveggja ára samninga við Ernu Guðrúnu Magnúsdóttur og Maggý Lárentsínusdóttur. Hér eru á ferðinni tveir reynslumiklir leikmenn sem munu hafa stór hlutverk í liðinu á næstu árum.

Erna Guðrún á að baki rúmlega 60 leiki í efstu deild og samtals rúmlega 80 leiki í meistaraflokki. Erna Guðrún hefur oft verið í hlutverki fyrirliða hjá FH á síðustu árum og það er því gríðarlega mikilvægt fyrir FH að Erna Guðrún hafi ákveðið að spila með liðinu næsta sumar. Maggý er uppalin í FH en hefur spilað með HK/Víkingi síðustu tvö keppnistímabil. Hún á að baki rúmlega 50 leiki í meistaraflokki og það er okkur mikið gleðiefni að fá Maggý aftur í FH.

FH er að undirbúa næsta keppnistímabil í meistaraflokki kvenna af fullum krafti. Stefnan er sett á að mæta með sterkt lið til leiks í Inkasso deildina sem ætlar sér strax aftur upp í efstu deild.

Aðrar fréttir