Ertu búinn að taka daginn frá?

Ertu búinn að taka daginn frá?

Jæja Aron þá er það Selfoss á Sunnudaginn, hvernig leggst sá leikur í þig?

Jú hann leggst bara mjög vel í mig. Selfyssingarnir eru búnir að bæta sig síðan við mættum þeim síðast þannig að ég býst bara við hörku leik.

Hver verður lykillinn að sigri FH á Sunnudaginn?

Er það ekki sama gamla góða, spila fasta og góða vörn og agaðir í sókn. En annars er það líka áttundi maðurinn sem getur fleytt þessu ansi langt ef fólk fjölmennir í Strandgötuna.

Nú er leikurinn niðrí Strandgötu, hvernig lýst þér á það?

Strandgatan hefur reynst manni bara vel þá leiki sem maður hefur spilað í því húsi. Þar myndast líka betri stemning en í Krikanum þar sem að 100 manns geta lítið gert í 2500 manna höll er skárra að sjá kannski 100-200 manns niðrí Strandgötu þéttsetna, og hvet ég fólk til að fjölmenna á leikinn.

Eitthvað sem þú óttast mest við Selfyssingana?

Nei í sjálfu sér ekki, þeir eru allir svona svipaðir og spila hraðan bolta og sterka vörn en eru einnig fljótir að brotna þannig að ég óttast þá lítið sem og önnur lið í þessari deild.

Þið getið komið ykkur í þægilega stöðu með sigri á Sunnudaginn.

Já það getum við svo sannarlega, við ætlum okkur alls ekki að gera okkur þetta erfitt fyrir þannig að við mætum brjálaðir í leikinn og ætlum okkur ekkert annað en sigur. Ef við vinnum þennan leik má segja að við séum komnir með annan fótinn upp í úrvalsdeild þar sem stórveldið á heima.

Eitthvað að lokum?

Vil bara minna fólk að mæta á leikinn og ekki bara sitja og horfa á heldur styðja við bakið á okkur og hafa smá læti. Ég lofa flugeldasýningu og öðru FH liði en hefur verið í síðustu leikjum, ætlum að rífa upp stemninguna og þurfum ykkar aðstoð með í það verkefni!

Já honum Aron, þessum öðlingspilti list bara vel á leikinn og skorum við á alla FH-inga að mæta og hvetja strákana til sigurs.

ÁFRAM FH  !!!!!!!!!

Aðrar fréttir