Erum hungraðar í 5.sætið

Erum hungraðar í 5.sætið

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, fyrirliði FH í meistaraflokki kvenna, segir að leikur morgundagsins – laugardagsins, leggist vel í liðið. Liðið mætir þá Fylki í mikilvægum leik um 5.sætið!

1 – Jæja Ragnhildur.. Leikurinn um 5.sætið, hvernig leggst leikurinn í liðið?

Leikurinn leggst bara mjög vel í okkur við erum mjög hungraðar í að ná í þetta 5 sæti og munum selja okkur dýrt.

2 – Hvernig hefur undirbúningurinn verið fyrir leikinn? Eitthvað öðruvísi?

Undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir aðra leiki en leikmenn eru meðvitaðir um mikilvægi þessa leiks. Eina sem að hefur kannski verið öðruvísi en í öðrum leikjum er það að við erum með tvo leikmenn í banni eftir leikinn gegn KA síðasta laugardag. En við erum staðráðnar í að láta það ekki hafa áhrif á okkur.

3 – Hverng hefur þér fundist tímabilið spilast í heild sinni?

Tímabilið hefur verið í heild sinni gott að mínu mati komumst í undanúrslit í bikar og erum að fara spila leik um 5 sætið í deildinni sem að er kannski eitthvað sem að okkur var ekki spáð fyrir tímabilið. Mestu vonbrigðin með þetta tímabil eru kannski brotthvörf lykilleikmanna á miðju tímabili en án þessara brotthvarfa er aldrei að vita hver staða okkar væri í dag. En í ljósi aðstæðna myndi ég telja þetta viðunandi árangur þ.e.a.s ef að við klárum leikinn á morgun 🙂

4 – Einhver skilaboð til stuðningsmanna FH?

Ég vil bara fyrst og fremst þakka okkar dygga stuðningshóp sem að hefur mætt á nánast alla leiki hjá okkur í vetur fyrir góðan stuðning og vonast til að sjá þá sem og aðra FH-inga í stúkunni á morgun við þurfum á ykkar stuðningi að halda.

Aðrar fréttir