Evrópudeildin: Neman Grodno – helstu leikmenn og afrek

Evrópudeildin: Neman Grodno – helstu leikmenn og afrek

FH mætir FC Neman Grodno á fimmtudaginn í Evrópudeildinni, en fyrri leikurinn fer fram ytra á fimmtudaginn. Við lögðumst aðeins yfir Neman Grodno liðið og könnuðum bakgrunn liðsins. 

FC Neman Grodno er hvít-rússneskt félag sem kemur frá borgi þar í landi að nafni Grodno. Liðið er ekki mjög gamalt en það var stofnað 1964, en hefur þó fimm sinnum breytt um nafn.

Fyrir tólf árum var því svo endalega breytt í Neman Grodno og virðist það ætla halda. Samfleytt frá árinu 1992 hefur liðið tekið þátt í efstu deild þar í landi. Liðið hefur einu sinni orðið meistari í Hvíta-Rússlandi. 

Þetta er í fjórða skiptið sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni. Árið 1993 mættu þeir Lugano frá Sviss og duttu út samtals 6-2. 2003 voru þeir aftur kominr í Evrópukeppni og duttu út gegn Steaua Búkarest frá Rúmeníu. Síðast tóku þeir þátt árið 2005, en þá voru mótherjarnir Tescoma Zlín og þá duttu þeir út 1-0.

Í deildinni í fyrra lentu þeir í fimmta sæti, en þeir fóru alla leið í bikarúrslitin þar sem þeir töpuðu fyrir Shaktyor. Þeir fengu hins vegar sæti í Evrópudeildinni vegna þess að Shaktyor lenti í öðru sæti í deildinni og var því eitt laust sæti fyrir tapliðið í bikarúrslitunum.

Í ár hafa þeir ekki náð sér á strik og eru í áttunda sæti. Liðið er ekki að skora mikið af mörkum og er einungis komið með átján mörk í sautján leikjum. Í fyrra skoruðu þeir 23 í 22 leikjum. Á dögunum gerði liðið þó jafntefli við FH banana í FH, 0-0. 

Þjálfarinn þeirra er Sergey Solodovnikov, en hann er fyrrverandi leikmaður. Á þjálfaraferli sínum hefur hann einnig þjálfað U19 ára lið Hvít-Rússa og einnig tók hann við Dinamo Minsk árið sem afleysingarstjóri. Hann hefur verið hjá Grodno frá árinu 2011. 

Helsti markaskorari þeirra er Pavel Savitski en hann hefur skorað fjögur mörk í sautján leikjum á þessu tímabili. Í fyrra skoraði hann fimm mörk í þrjátíu leikjum, en þar er ljóst að sé einn af hættulegustu leikmönnum liðsins sem er einungis tvítugur. 

Sá sem hefur spilað flestar mínútur á þessu tímabili fyrir mótherja okkar á fimmtudaginn er Pavel Rybak. Hann hefur spilað allar 1530 mínúturnar á þessu tímabili. Þeir hafa ekki fengið neitt einasta rautt spjald í sautján leikjum og spurning hvort þar séu dagsfarsprúðir menn. 

Fyrri leikurinn fer fram á fimmtudaginn eins og fyrr segir, en sá síðari viku síðar þann 24. júlí. Okkar menn héldu út &i

Aðrar fréttir