Evrópudraumurinn úti ?

Evrópudraumurinn úti ?

FH og Aktobe frá Kasakstan mættust í mögnuðu veðri á Kaplakrikavelli í
2 umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það sem einkenndi leikinn
voru dýfur Aktobe, slök dómgæsla, slakur leikur FH og vel skoruð mörk
hjá Aktobe

FH og Aktobe frá Kasakstan mættust í mögnuðu veðri á Kaplakrikavelli í
2 umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Það sem einkenndi leikinn
voru dýfur Aktobe, slök dómgæsla, slakur leikur FH og vel skoruð mörk
hjá Aktobe

Fyrsta færið kom strax á 1 mínútu þegar FH fékk aukaspyrnu, Atli
Guðna lyfti boltanum inn í teiginn og Tommy Nielsen stangaði boltann á
markið en Sidelnikov í marki Aktobe varði vel. FH óheppnir á 4 mínútu,
dómarinn dæmdi seint, hættuspark á Söderlund þegar FH var við það að
sleppa í gegn og Aktobe voru heppnir. Aktobe með marga langa bolta fram
og líta út fyrir að vera að spila “kick and run” bola sem Stoke City
náði miklum árangri með í ensku deildinni í fyrra. Skot frá leikmanni
Aktobe á 11 mínútu, FH hleyptu honum of nálægt markinu, hann lét vaða,
á skot í Sverri Garðars en Daði nær að handsama knöttinn án mikilla
vandræða. Góð aukaspyrna frá Smakov fyrirliða Aktobe framhjá veggnum og
Daði átti í vandræðum en varði þó í horn. Khayrullin leikmaður Aktobe
dettur óvænt í gegn, þeir tættu vörn FH en Khayrullin missti boltann
eftir einvígi við Tommy Nielsen og hættan liggur hjá, allt þetta á 20
mínútu. FH í miklu basli, Andrei Larvik nær skoti inn í teignum sem fer
rétt framhjá á 32 mínútu. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson með skot framhjá, FH
með mislukkaða hornspyrnu sem er hreinsað frá beint á Geira sem tekur
hann í fyrsta með vinstri rétt framhjá á 38 mínútu. Það sauð uppúr á 39
mínútu, leikmaður Aktobe sleppir ekki boltanum, Matti Villa nær honum,
Aktobe maðurinn kýlir eða leggst ofan á Matta og leikmenn hlaupa að
staðnum og fara að rífast og kítast og endar með því að maðurinn sem
kýldi Matta fékk einungis gult spjald, skandall! Einnig fékk Davíð gult
áðan fyrir að ýta manni Aktobe. Viktor Örn Guðmundsson fékk gult spjald
fyrir tæklingu aftan í mann Aktobe og aukaspyrna á hættulegum stað.
Dauðafæri hjá Aktobe!!! Khayrullin fékk boltann inn fyrir vörn FH,
sendi hann fyrir Tleshev sem skóflaði boltanum yfir í besta færi
leiksins á 45 mínútu. 0-0 í hálfleik, FH slakir og ekki spilað sinn
besta leik.

Seinni hálfleikur

FH byrja vel í seinni hálfleik og Atli Guðna nær skoti, þó slöku en
jákvætt hjá FH. Áfall hjá FH, þeir lentu undir á 49 mínútu eftir
kæruleysi í vörninni, Aktobe fengu aukaspyrnu, tóku hana strax,
geystust upp kantinn, gáfu fyrir og Murat Tleshev hamrar boltann í
slánna og inn, 0-1 fyrir Aktobe. RAUTT SPJALD!!! Viktor Örn Guðmundsson
fékk rautt spjald, annað gult á 53 mínútu fyrir djók dómgæslu, en
Andrei Lavrik, reyndslubolti í Aktobe hendir sér niður og því miður
fyrir Viktor er hann fokinn útaf. 2-0 fyrir Aktobe eftir 56 mínútu,
nákvæmlega eins mark og fyrra markið nema af hinum kantinum, það var
Konstantin Golovskoy sem skoraði, hrikalegt fyrir FH og
evrópudraumurinn lítur illa út. 3-0 og leikurinn búinn! Aktobe skora,
rangstöðutaktík FH brást og Marat Khayrullin skoraði með því að labba
framhjá Daða Lár og lagði hann í opið markið, draumurinn er dauður hjá
FH-ingum. Dómgæslan hjá Pólverjanum Makek dæmir líkt og honum hafi
verið mútað af Kasökunum, Tleshev fékk gult fyrir dýfu í fyrri hálfleik
og átti að fá annað gult áðan fyrir samskonar dýfu en neinei Pólverjinn
er í bulli, síðan er Larvik leikarinn mikli sakaður um olnbogaskot og
fær að heyra það frá Tryggva Gumm sem er brjálaður. Larvik er tekinn
útaf og allir baula á hann. Dýfur, dýfur og dýfur eru Kasakarnir með
stúdentspróf í leiklist, brandari! 4-0 eftir 84 mínútur, Smakov með
mjög góða sendingu fyrir eftir aukaspyrnu sem þeir áttu aldrei að fá,
enginn fylgdi manninum eftir og leikmaður númer 17 Golovskoy með sitt
annað. FH gætu sparað 11 milljónir króna og sleppt að fara í
útileikinn. Leiknum lauk með sigri Aktobe 4-0 og hefur undirritaður
ekki séð verri leik með FH. Því miður fyrir FH

Aðrar fréttir