
Evrópuleikur: FH – Hapoel Haifa
Mótherji: Hapoel Haifa
Hvar: Kaplakrikavöllur
Hvenær: Fimmtudaginn 2.ágúst
Klukkan: 19:15
Miðaverð: 2.000 kr og 1.500 kr fyrir Bakhjarla
FH – Hapoel Haifa í Kaplakrika, fimmtudaginn 2.ágúst kl 19:15. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli í Ísrael. En eins og FHingar vita þá er bara hálfleikur í þessu einvígi. Það er því mikilvægt að strákarnir fái góðan stuðning í því að komast áfram í næstu umferð.
Leikurinn hefst klukkan 19:15. Á FH-pallinum verður fjör klukkutíma fyrir leik.
Allir á völlinn og áfram FH! #ViðerumFH