EYÐA!

EYÐA!

Eva Baldursdóttir sá um að giska í 10. umferð, Hjördís Guðmundsdóttir tók 11.umferðina og það síðan sjálfur menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem kláraði þá 12. með stæl. Þó vantar ennþá inn 9.umferðina, en úrslitin þaðan verða ekki ljós fyrr en 27.janúar. En við hefjum leikinn á Evu…

Eva Baldursdóttir

10.umferð í N1-deild kvenna

Giskari vikunnar að þessu sinni er Eva Baldursdóttir,
fyrrum leikmaður meistaraflokks kvenna í handknattleik og systir Rutar
Baldursdóttur sem giskaði í síðustu viku. Eva starfar í dag sem flugumferðarstjóri hjá Flugstoðum.

Spá Rutar og úrslit fyrir 10.umferð N1-deildar kvenna er eftirfarandi:

Þri. 9.des.2008     19.30    Ásvellir       Haukar – HK  gisk 1 – úrslit 1
Þri. 9.des.2008     19.30    Kaplakriki   FH – Fylkir  gisk 1 – úrslit 1

Þri. 9.des.2008     19.30    Framhús     Fram – Valur  gisk X – úrslit 1

Mið.7.jan. 2009    19.30    Mýrin          Stjarnan – Grótta  gisk 1  – úrslit 1

6 stig í hús hjá Evu að þessu sinni sem er yfir meðallagi. Að vísu eiga úrslitin hjá systur hennar eftir að detta í hús og hún veður því að bíða enn um sinn til að sjá hvor þeirra er getspakari.

Eva giskaði síðan á Hjördísi Guðmundsdóttur, sem sá um 11.umferðina í giskinu…..

Aðrar fréttir