Fanney Þóra og Ásbjörn handknattleiksfólk FH 2022

Fanney Þóra Þórsdóttir og Ásbjörn Friðriksson voru á gamlársdag kjörin handknattleiksfólk FH árið 2023.

Fanney Þóra er fædd árið 1994 og er uppalinn hjá Fimleikafélaginu. Fanney sem var fyrirliði kvennaliðs FH í handbolta á síðasta tímabili er mikill leiðtogi inn á velli auk þess að vera mikil fyrirmynd yngri iðkenda. Fanney stýrði varnarleik liðsins af mikilli festu auk þess að vera lykilmaður sóknarlega. Fanney lék alla 20 leiki liðsins sem endaði í 3. Sæti Grill deildar kvenna og skoraði í þeim 97 mörk eða rétt tæp fimm mörk að meðaltali. Fanney Þóra hefur sinnt fjölmörgum störfum innan barna- og unglingastarfs FH undanfarin ár. Fanney var valinn leikmaður ársins hjá FH á síðasta keppnistímabili en hún hefur verið í barneignarleyfi í vetur og því ekki leikið á yfirstandandi keppnistímabili.

Ásbjörn er fæddur árið 1988. Hann gekk til liðs við FH árið 2008 og hefur leikið með félaginu síðan, fyrir utan þegar hann lék í atvinnumennsku í Svíþjóð. Ásbjörn er mikill leiðtogi á velli og hefur stýrt sóknarleik FH liðsins í rúm 13 tímabil af mikilli festu. Ásbjörn er einn besti sóknarmaður Olísdeildar karla og hefur hlotið margar viðurkenningar í gegnum tíðina fyrir sýna frammistöðu. Auk þess að spila hefur Ásbjörn verið aðstoðarþjálfari FH-liðsins undanfarin ár.

Ásbjörn leik alla 22 leiki FH á síðasta tímabili og átti enn eitt frábæra tímabilið í FH-treyjunni. Hann skoraði 136 mörk og varð næst markahæsti leikmaður deildarinnar. Auk þess að vera með 6,2 mörk að meðaltali í leik var hann einnig með tæp fjögur sköpuð færi að meðaltali. Ásbjörn var valinn besti sóknarmaður Olísdeildarinar 2022 samkvæmt HB Statz, sem heldur utan um alla tölfræði fyrir HSÍ. Ásbjörn hefur haldið áfram af sama krafti það sem af er núverandi keppnistímabili og er nú sem áður einn allra besti leikmaður deildarinnar en FH situr í öðru sæti deildarinnar nú um áramót. Ásbjörn er mikil fyrirmynd yngri iðkenda félagsins og hefur sinnt fjölmörgum störfum innan barna- og unglingastarfs FH. Ásbjörn var valinn leikmaður ársins hjá FH á síðasta keppnistímabili.

Aðrar fréttir