Fanney Þóra ráðin aðstoðarþjálfari mfl. kvenna

Fanney Þóra Þórsdóttir hefur verið ráðin spilandi aðstoðarþjálfari mfl. kvenna og mun því verða þjálfara liðsins, Roland Eradze, til halds og trausts á tímabilinu. Fanney Þóra mun að auki sinna starfi aðstoðarþjálfara 3. flokks kvenna. Fanney Þóra er að sjálfsögðu öllum FH-ingum að góðu kunn enda verið einn allra besti leikmaður liðsins undanfarin ár. Fanney Þóra hefur auk þess sinnt yngri flokka þjálfun undanfarin ár með mikilli prýði. Handknattleiksdeild FH bindur miklar vonir við Fanney í þessu nýja hlutverki og óskar henni alls hins besta.

Um leið vill handknattleiksdeild FH þakka fráfarandi aðstoðarþjálfara liðsins, Guðmundi Pedersen, fyrir vel unnin störf sem aðstoðarþjálfari en Guðmundur mun taka sér frí frá þjálfun þetta tímabilið. Vonandi fáum við FH-ingar að sjá við Guðmund aftur í þjálfaragallanum sem fyrst.

Fanney Þóra Þórsdóttir

Aðrar fréttir