Faxaflóamót 7.flokks

Faxaflóamót 7.flokks

7.Flokkur drengja er gríðarlega stór flokkur og voru skráð 6 lið til leiks í þessu móti. Með réttu hefði þó verið að senda 8 lið því rúmlega 70 strákar mæta reglulega á æfingar í flokknum.

4 lið léku á frábærum grasvelli Álfnesinga á laugardag. Hvert lið spilaði 4 leiki í fimburkulda og öskrandi roki. Engin leikmaður flokksins kvartaði þó yfir veðri né vindum þó svo að margir foreldrar hefðu gert það! Mótið gekk að öllu leiti mjög vel, allir fengu að spil mikið við lið við hæfi og mikil gleði ríkti hjá drengjunum.

Það voru svo tvö lið sem léku á sunnudeginum í Fífunni. Ólíkt því sem var við líði daginn áður var fínasta veður í Fífunni. Mótið gekk vel fyrir sig og kátt var á hjalla. Þó kom það fyrir að menn gleymdu sér í frjálsíþróttaaðstöðunni enda ekki skrýtið, Eggert Boga var á svæðinu að leita að efnilegum kösturum.

Aðrar fréttir