Ferðasaga bakkabræðra, 2. hluti

Ferðasaga bakkabræðra, 2. hluti

Ferðasaga bakkabræðra, 2. hluti

Jæja ég ætladi nú að skrifa eitthvað fyrr en við lentum á furðulegu hótelihér í Svíþjóð þar sem var ekki símalína.

En við vöknuðum snemma í gær fimmtudag en þá vorum við á þessu fína hótelií Kaupmannahöfn. Við ætluðum að nýta daginn vel. Fórum á strikið eins ogallir íslenskir túristar gera til að skoða mannlífið.

Fannar hafði nú ætlað að ná sér í einhverja brúnku á Strikinu sem gekk núekkert allt of vel hjá honum. En það varð nú eitthvað lítið úr þessariStriksferð okkar þar sem það eina sem við gerðum var að skoða stelpur. Viðfengum nú ekki jafnmikla athygli fra þeim nú eins og áður þar sem eitthvaðlítið fór fyrir stöngunum okkar.

En eftir Strikið fórum við á hótelið og ætluðum að nýta okkur eitthvað afendalausum afþreyingum sem þar voru í boði.Við fórum í geðveika sundlaug sem kostaði nú ekki nema 500kr íslenskar ámanninn, en það var vel þess virði. Þar voru dýfingarpallar og var þarhaldin keppni mikil sem fólst í því að sprengja vatni á lífvörðin sem varhorkugella. Fannar var sigurvegari dagsins í því og kostaði sigur hans okkurnærri því veruna í sundlauginni.

En svo kom að veseninu. Það var að fara yfir til Svíþjóðar með allt draslið.Það gekk nú ágætlega þar til komið var til Malmö en þá lentum við í því.Lestarþjónninn hélt að við værum með siglingamöstur og var ekkert allt ofhrifinn af því að við værum með þetta en allt gekk nú eftir að lokum.Við skoðuðum völlinn og hann er dálítið asnalegur í laginu, eiginlegakringlóttur, en annars er mjög góð aðstaða hér. Nokkrir keppendur hér verðamjög sterkir en við ætlum okkur stóra hluti.

En svo kom nú áfall ferðarinnar. Hótelið hér í Svíþjóð er lest!!! jánákvæmlega gömul lest sem er stopp á brautarteinum sem hefur verið breytt íhótel. Við 3 fengum alveg 4 fermetra herbergi með þrefaldri koju en þetta erannars alveg frábært hótel.

Erum núna á bókasafninu að skrifa og þess vegna eru svona asnalegir stafir.Reynum að plögga tölvuna mína í gang á næstunni.En verðum að hætta núna því bókasafnsvörðurinn er farinn að gefa okkur illtauga.

kveðja, Ævar, Fannar og Gauti

ps: það eru geðveikar gellur í Svíþjóð

Aðrar fréttir