Ferðasaga Bakkabræðra, 3.hluti

Ferðasaga Bakkabræðra, 3.hluti

Jæja þá er ég nú búinn að komast í almennilega tölvu með íslensku lyklaborði. við skiptum nefnilega um hótel. Við fengum leiðá blessaðri lestinni. Það var svo sem í lagi að vera þar fyrir utan það að herbergið var ekki nema 4,5 fermetrar.

Maðurinn sem við höfum verið í sambandi við hérna hefur svo allt viljað gera fyrir okkur og hann fann fyrir okkur ódýrt og gotthótel sem er reyndar í útjaðri bæjarins, en karl bauðst bara til að skutla okkur fram og til baka. Toppnáungi.

En í morgun hófum við svo keppni. Við stóðum okkur bara býsna vel í dag. Styrkleikinn á mótinu var allt í lagi. Mjög sterkt í yngri flokkum en í eldri var það aðeins slappara og var það aðallega skýrt vegna þess að allt fólkið er í Finnlandi aðhorfa á Finnkampen, landskeppni Svíþjóðar og Finnlands, en hún var einmitt að klárast núna held ég og endaði hún með sigriSvía.

En úrslitin urðu annars svona.

Gauti:

Hástökk, 1,80m, 2.sæti. Hann var að gera góða hluti. Var duglegur að fara yfir í þriðju tilraunum en stökk glæsilega yfir 1,80 í fyrstu tilraun.

Stangarstökk, 3,90m, 1-2.sæti. Gauti lék svala náungann og byrjaði ekki fyrr en í 3,70 og fór hátt yfir. Hann ætlaði sér síðan að taka Svíana á sálfræðinni og sleppti 4,00m. Átti síðan eina mjög góða tilraun við nýtt íslandsmet, 4,10 en tókst það ekki að þessu sinni.

Ævar:

Hástökk, 1,75, 4.sæti. Stökk eins og kóngur á fyrri hæðunum, flaug yfir allt í fyrstu en datt svo í sama ruglið og ég hef verið að gera, sleppa fettunni of snemma, frekar svekktur með það því ég fílaði mig upp á bætingu.

Stöng, 3,40m, 3.sæti. Var að gera góða hluti í stönginn. Náði að planta uppréttur sem eru framför og um leið var stífa stöngin orðin of mjúk.

Fannar:

100m, 12,10, 3.sæti. Fannar var maður dagsins sagði þulur vallarins er hann var kallaður upp á verðlaunpall. Hann ætlaði nú ekki að nenna í úrslitahlaupið en Ævar og Gauti ráku hann áfram. Fannar náði besta startinu en hinir tveir voru að hlaupa á ellefu og hálfri og voru því sjónarmun á undan Fannari.

En morgundagurinn er eftir og verður þá tekið á því í spjótkasti, grind og langstökki.

Veðrið var frábært í dag, um 25+ hiti en þó var smá vindur.

Á meðan stangarstökkinu stóð gat Fannar nú ekki á sér setið heldur lá hann og glápti á stúlku nokkra. Kom það síðar í ljós að stelpan var íslensk. Gaf ég mér á tal við hana og kom í ljós að hún heitir Þóra Björk og er alveg indælis 14 ára stelpa sem hefur búið í Malmö í 7 ár. Þar æfir hún stangarstökk hjá Stanley Szcyrba fyrrverandi þjálfara Þóreyjar og Völu. Hún á best 2,92m í stöng og mundi það vera íslandsmet í hennar flokki enhún þarf bara að koma til Íslands einu sinni og keppa þar. Hún lofaði mér því að hún mundi þá keppa fyrir FH-inga!!!

En já ætli þetta fari ekki bara að verða fínt. Takmarkið á morgun er að kaupa einnota myndavél og taka myndir af öllum þeim kvenmönnum sem við höfum séð hér, auk þess sem við stefnum á það að keppa og sýna þeim Svíum hvar eskimóarnir keyptu gaddaskóna. Kalla ég okkur eskimóa því einhverra hluta vegna virðast rauð litarefni hafa safnast saman á hinum ýmsu stöðum á húð okkar.

En nóg í bili.

Kveðja, Ævar

Aðrar fréttir