Ferðasaga frá Norden Cup

Ferðasaga frá Norden Cup

27. Desember

Fyrsti keppnisdagurinn runninn upp og lagðist hann vel í okkur, við á klassahóteli en pabbarnir á lélegu hóteli getur ekki orðið betra. Steini tók okkur í gott útihlaup og ýmsar leikfimisæfingar. Seinna um daginn spiluðum við okkar fyrsta leik á móti HF Irsta og þrátt fyrir vægast sagt slakan leik þá unnum við þá með 13 mörkum Þetta var eini leikurinn þennan daginn. Eftir leikinn kíktu menn í pottinn og gufu sem kom sér vel fyrir þreytta leikmenn

28. Desember

Þennan dag byrjuðum við daginn á hressandi göngutúr og hópinn leiddi fyrirliðinn Aron Pálmarsson. Næsta áskorun í mótinu var næststerkasta liðið í riðlinum, BK Heid. Við tókum leikinn strax í okkar hendur og vorum með góða forystu 11 – 4 í hálfleik. Í seinni hálfleik gáfum við ekkert eftir og héldum áfram að snúa upp á hreðjarnar á þeim þar til þær sprungu. Leikurinn endaði með 11 marka sigri okkar. Síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Holmestrand sem komu okkur í opna skjöldu með kröftugri byrjun og voru þeir yfir í hálfleik 13 – 12. Í seinni hálfleik spiluðum við ögn betur en þó alls ekki viðunandi miðað við venjulega spilamennsku okkar og þarna sýndi sig og sannaði hvað markmenn eru mikilvægir í handbolta því Sigurður tók sig til og lokaði markinu um tíma sem var uppistaðan að sigrinum. Þess má til gamans geta að Halldór nokkur Guðjónsson leikmaður liðsins varð 16 vetra gamall og sungum við afmæilissönginn dátt fyrir drenginn.

29. Desember

Nú þurftum við heldur betur að bæta okkur frá því í síðasta leik gegn Holmestrand. Í 8-liða úrslitum mættum við norska liðinu Nordstrand en í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en sýndum við styrk okkar í seinni hálfleik með því að fara með auðveldan sigur afl hólmi 27-18 og komumst við þar með í undanúrslit þar sem að við mættum ,, kaffihúsadrengjunum ” frá Danmörku eins og Steini vill kalla þá, Aab Handbold. Reyndust þeir ekki jafn miklir töffarar eftir leikinn og þeir voru fyrir leikinn því við vorum einfaldlega of stór biti fyrir þá til að kyngja, þegar klukkan glumdi var staðan 27 – 21 og þar með var það komið á hreint að við vorum komnir í úrslitaleikinn. Eftir leikinn lá leið okkar upp á hótel og beint í heita pottinn þar sem að við vorum nuddaðir af fagmanninum Elvari Erlings og flugfreyjunni Sigursteini Arndal. Seinna um kvöldið fengum við þær fréttir að við myndum mæta fornum fjendum okkar í Guif frá Eskilstuna í úrslitaleiknum.

30. desember

Dagurinn sem við vorum búnir bíða eftir, dagurinn þar sem úrslitin myndu ráðast og dagurinn sem við myndum lyfta dollunni var loksins runninn upp. Morgunmaturinn var fyrsta verkefni dagsins og borðuðu allir vel og voru greinilega tilbúnir fyrir bardagann seinna um daginn. Að venju var farið í göngutúr eftir morgunmatinn og var það góð 30 mínútna ganga. Í hádeginu fórum við á Hedens Pizza Butik og fengum okkur vel i gogginn, á boðsstólnum þennan daginn var pizzagna. Eftir þetta fóru allir upp á hótelherbergi og einblíndu sér aðeins að einu verkefni, að verja titilinn. Þegar klukkan sló 14:10 var kominn tími til að leggja af stað upp í Valhalla Sporthallen en þar spiluðum við alla leiki okkar. Þráðurinn var að styttast hjá sumum því þeir voru gjörmsamlega komnir að því að slást við liðsmenn sína því stemmningin í liðinu var engri lík. Um leið og menn heyrðu þjóðsönginn þá vissum við að það væri engin spurning um að við myndum vinna þennan leik. Þrátt fyrir það skoruðu þeir fyrsta markið og var jafnt öllum tölum þangað til að staðan var 7-7 en þá stungum við af og skoruðum við 7 mörk gegn engu á skömmum tíma en þá var samúðin orðin svo mikil hjá dómurunum í garð Guif manna að þeir ákvaðu að koma Guif inn í leikinn á ný, en við skoruðum síðasta markið í fyrri hálfleik og fórum við með 3 marka forystu inn í seinni hálfleikinn. Í seinni hálfleik fengum við okkur forréttinn sem við aldrei fengum á Hard Ro

Aðrar fréttir